Tuesday, August 8, 2023

#36 Tröllakirkja Mýrum

 Gekk Vatnaleiðina (lauslega) samkvæmt leiðarlýsingu í samnefndri bók FÍ. Lagði upp frá Hreðarvatni í vestur átt og gekk s.k. "Tjaldleið" norður fyrir vötnin en "Skálaleið" í austur átt og suður fyrir vötnin með útúrdúrum. Tófa var vitanlega með mér og við gistum í tjaldi. Gangan var þrír dagar og hefði mátt vera deginum lengri en þá hefði ég þurft að hafa með meiri vistir.

Í leiðinni var Tröllakirkja (941 m) sem ég stóðst ekki að klífa enda talið upp í bók ATG yfir áhugaverð fjöll á Íslandi eins og fram hefur komið og ég hef einsett mér að ganga á. 

Tófa var þreytt þegar upp var komið.





No comments:

Post a Comment

#36 Tröllakirkja Mýrum

 Gekk Vatnaleiðina (lauslega) samkvæmt leiðarlýsingu í samnefndri bók FÍ. Lagði upp frá Hreðarvatni í vestur átt og gekk s.k. "Tjaldlei...