Monday, July 31, 2023

Á Sveinstind ...aftur

Breki á leið upp Sveinstind. Langisjór í bakgrunni.


Gekk á Sveinstind með Margréti og Breka og vinafólki okkar um helgina. Hundarnir voru vitanlega með í för, Móa og Tófa. Geng helst ekki aftur og aftur á sama fjallið heldur reyni fremur að kynnast nýjum fjöllum. En hjá því verður stundum ekki komist líkt og í þessu tilfelli. Og, í góðu veðri og góðu skyggni er vel þess virði að ganga ítrekað á fjallið því hvergi hef ég séð betra útsýni á Íslandi. 

Gangan gekk vel þótt sumir hafi fundið fyrir lofthræðslu.


No comments:

Post a Comment

#36 Tröllakirkja Mýrum

 Gekk Vatnaleiðina (lauslega) samkvæmt leiðarlýsingu í samnefndri bók FÍ. Lagði upp frá Hreðarvatni í vestur átt og gekk s.k. "Tjaldlei...