Gangan gekk vel þótt sumir hafi fundið fyrir lofthræðslu.
Monday, July 31, 2023
Á Sveinstind ...aftur
Monday, July 10, 2023
#35 Einhyrningur
Árið 2019 einsetti ég mér að ganga á öll fjöllin og alla tindana í bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar: "Íslensk fjöll - Gönguleiðir á 151 tind" (hér eftir ATG151). Ég man ekki hvernig þetta kom til en mig minnir að ég hafi lesið um einhvern sem hafði gert þetta. En ég þurfti áskorun og hvatningu, og verkefni í minni útivist á þeim tíma. Þegar þetta er skrifað hef ég gengið á 35 af þeim 151 fjalli sem talin eru upp í bókinni.
Sum fjöllin hafði ég gengið á áður og önnur þeirra margsinnis, einkum þau sem eru næst höfuðborgarsvæðinu. En einnig sum þeirra sem eru fjarri líkt og Snæfellsjökul, Hvannadalshnjúk og Snæfell. Eftir sem áður setti ég mér að markmiði að ganga á öllu fjöllin og sum þeirra aftur.
Þegar ég hóf verkefnið gerði ég mér vonir um að verkefnið tæki mig 5 ár en nú er fyrir löngu ljóst að það var óraunhæft. Þetta gekk vel í fyrstu þegar ég gat einbeitt mér að fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. En eftir því sem ég lauk þeim fækkaði eðlilega kostunum og vegalengdir urðu lengri. Þá hægði á framgangnum. En til þess að halda áfram með fjöllin reyni ég nota ferðir út á land og ganga í leiðini.
Um helgina dvaldi í góðu veðri í tjaldvagninum með Margréti og Breki í Fljótshlíð. Þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og halda áfram að ganga fjöllin í ATG151. Ekki fjarri tjaldsvæðinu er Einhyrningur og á hann gekk ég á sunnudaginn í rjómablíðu ásamt Tófu.
Einhyrningur, séð frá Einhyrningsflötum |
Við Tófa. Tilraun til (sjálfs) myndatöku. Tindfjöll í baksýn |
Horft til suðurs og Eyjafjallajökull í baksýn. |
Horft til vesturs og Tindfjöll í Baksýn. |
Horft til norðurs og miðhálendið í baksýn |
#36 Tröllakirkja Mýrum
Gekk Vatnaleiðina (lauslega) samkvæmt leiðarlýsingu í samnefndri bók FÍ. Lagði upp frá Hreðarvatni í vestur átt og gekk s.k. "Tjaldlei...